Sæmundur fróði á selnum

Sæmundur fróði á selnum

Af Sæmundi fróða urðu til margar þjóðsögur, m.a. af því þegar hann kom heim frá námi í útlöndum á baki kölska í selslíki. Samkvæmt sögunni samdi Sæmundur við kölska um að flytja sig til Íslands án þess að hann blotnaði og fengi kölski þá sálu hans að launum. Á leiðinni yfir hafið las Sæmundur í saltaranum. Þegar þeir komu að landi sló hann selinn bylmingshögg í hausinn með bókinni þannig að hann sökk. Sæmundur fór þá líka á kaf og synti til lands en kölski varð af laununum.