Notkun rúna í skrift í íslenskum handritum

Notkun rúna

Eitt af elstu varðveittu handritabrotum Grágás, lögum þjóðveldisins, í AM 315 d fol. frá seinni hluta 12. aldar. Hér má m.a. sjá tvær m-rúnir sem tákna
fleirtölu orðsins ‘maður’ í orðunum: renr iannara manna lond (rennur í annarra manna lönd). Í orðinu ‘lönd’ er auk þess notaður nd-límingarstafur.