Landnáma í Hauksbók

Landnáma í Hauksbók

Ættvísi: Í ritheimildum, s.s. Landnámu, Íslendingasögum og samtímasögum, eru ættartölur iðulega raktar. Töluverður fróðleikur um ættir manna hefur lifað í landinu, allt frá því fyrir landnám, þó hann sé ekki varðveittur í sérstökum ættarskrám. Ætterni og skyldleiki fólks skipti máli í samfélaginu, m.a. vegna hefndar- og framfærsluskyldu, löglegra hjónabanda, erfðaréttar og eignarhalds jarða, eða tilkalli til valda. Landnámabók er varðveitt í fimm gerðum, þremur fornum og tveimur samsteypum frá 17. öld. Myndin er af elsta varðveitta texta Landnámu í Hauksbók AM 371 4to frá fyrri hluta 14. aldar.