Kaupmannahafnarháskóli

Aðalbygging Kaupmannahafnarháskóla sem reist var árið 1836 en háskólinn var byggður upp í kringum Frúarkirkju, í gamla latínuhverfinu. Byggingin var reist eftir að eldri bygging brann til grunna, þó ekki í brunanum mikla 1728 heldur árás Englendinga á borgina 1807. Fáar byggingar á þessu svæði eru frá því fyrir brunann 1728.

Háskólinn í Kaupmannahöfn var stofnaður árið 1479 og er meðal elstu háskóla í Norður-Evrópu. Guðfræði var aðalgrein skólans í upphafi, ásamt lögfræði, læknisfræði og heimspeki. Háskólinn heyrði undir erkibiskupsstólinn í Hróarskeldu en það breyttist við siðskiptin 1535 og síðan er hann ríkisrekinn. Á sama tíma breyttist hlutverk hans og varð fyrst og fremst að mennta embættismenn fyrir ríkið.