Skólasveinn les á bók

Vinstra megin á myndinni situr skólasveinn við lágt púlt, les á bók og fylgir línum með prjóni. Lærimeistari hans reiðir vönd til höggs en á miðöldum tíðkaðist að beita líkamlegum hirtingum við kennslu. Í sögum af Guðmundi góða Arasyni, sem var Hólabiskup frá 1203-37, segir að hann hafi verið barinn til bókar og sennilega er íslenski málshátturinn ‘Enginn verður óbarinn biskup’ þaðan sprottinn. Úr Mósebókum frá lokum 14. aldar. Myndin er varðveitt í The British Library sem á höfundarétt að henni. Endurgerð er stranglega bönnuð. British Library, Add 19776, f. 72v.