Forni annáll

Forni annáll, AM 415 4to frá upphafi 14. aldar, nær yfir tímabilið frá 1 e. Krist til 999 og árin 1270–1313. Ekki náðist að fylla eyðu sem skilin var eftir í bókinni undir annál yfir tímabilið 1000–1269 og í staðinn sett inn alfræðiefni. Í AM 426 4to er pappírsuppskrift Árna Magnússonar af Forna annál.