Bók í minnsta brotinu

Bók í minnsta brotinu, duodecimo, sem inniheldur sögu heilagrar Margrétar en gott þótti að heita á hana ef konur lentu í barnsnauð.
Litlar bækur á borð við þessa fóru vel í vasa enda voru þær oft í eigu kvenna sem báru þær með sér ef barnsfæðing var í vændum.
Stundum var lesið úr sögunni yfir sængurkonum en líka þekktist að bókin væri lögð, jafnvel bundin, yfir kvið konunnar eða á læri
hennar til að auðvelda fæðinguna. AM 432 12mo.