Brúðkaupsreið úr Reykjabók

Brúðkaupsreið á spássíu Reykjabókar AM 345 fol. Fólk ríður prúðbúið til brúðkaups. Einn gesturinn hefur heltst úr lestinni,
dottið úr söðli sínum og misst hattinn á jörðina. Vinstra megin standa uppáklæddir menn og konur í spariklæðnaði fyrir ofan þá.
Myndirnar eru heimildir um klæðaburð fólks á ritunartíma handritsins.