Brot úr hómilíubók frá um 1150

Hómelíubók

Handritsbrotið AM 237 a fol frá því um 1150 er tvö samföst blöð, eða eitt tvinn, með texta úr tveimur hómilíum og án efa leifar kirkjurits. Blöðin hafa greinilega verið notuð sem kápa utan um bók eða kver. Hómilíur voru predikanir með skýringum og sömu tvær hómilíur finnast líka í Norsku hómilíubókinnni, AM 619 4to, frá um 1200-1225.