Bergthorasgade á Amager í Kaupmannahöfn

Bergthorasgade á Amager í Kaupmannahöfn. Á þessu svæði eru margar götur skírðar í höfuðið á þekktum sögupersónum
úr íslenskum fornsögum auk þess sem götur bera heiti íslenskra bæja, s.s. Ísafjarðargata. Gatan er skírð í höfuðið á Bergþóru,
einnar litríkustu sögupersónu Njáls sögu, en á næsta leiti má finna Njalsgade sem skírð er í höfuðið á sögunni, þar sem
Kaupmannahafnarháskóli stendur nú og Det Arnamagnæanske samling hýsir þau handrit Árna Magnússonar sem urðu
eftir í Kaupmannahöfn við handritaskiptin.