Rifa saumuð saman

Skinnið var dýrt og fólk vildi ekki fleygja því. Til að nýta það voru rifur saumaðar saman og skrifað umhverfis götin. Þessi
samansaumaða rifa er úr Konungsbók Eddukvæða, GKS 2365 4to, en eins og sjá má er saumgarnið orðið dökkt af óhreinindum
líkt og síður bókarinnar. Ef grannt er skoðað sést að rifan er eldri en skriftin, en ekki síðari tíma óhapp, því greinilegt er að skrifarinn
hefur tekið mið af henni við verk sitt.