Kveraskipting

Konungsbók Eddukvæða eða Codex regius, GKS 2365 4to, frá miðri 13, öld er eitt þekktasta íslenska miðaldahandritið.
Bókin er lítil og dökk en geymir verðmætan kveðskapararf germanskra þjóða. Eftir að Danir færðu íslensku þjóðinni handritið
að gjöf þann 21. apríl 1972 kom að því að endurnýja þurfti bókband hennar. Á myndinni sést hvernig búið er að losa kver bókarinnar
af kilinum og breiða úr þeim til að sýna kveraskiptinguna.