Staðarhólsbók Grágásar

Hér má sjá hvernig merkt hefur verið við mikilvæg lagaákvæði í gömlu þjóðveldislögunum í Grágás. Strikað
er undir setningar og merkt við á spássíu með krossum. Sérstök hendi vísar einnig af spássíu á mikilvæga
staði en þessa merkingu er að finna víðar í handritinu. Mismunandi útgáfur af þessu tákni má einnig sjá í fleiri
lögbókum. Konungsbók Grágásar GKS 1157 fol.