María mey með Jesúbarnið

Heilög María gegndi nokkrum hlutverkum á miðöldum, hún var drottning, mær, hin syrgjandi móðir en síðast en ekki síst sú móðir
sem hafði borið Guðsson í heiminn og nært hann af líkama sínum með brjóstamjólkinni. Varðveist hafa kraftaverkasögur (jarteinasögur)
af því hvernig mjólk Maríu verður syndugum til sáluhjálpar sem undirstrika þetta hlutverk hennar. Myndin í Teiknibókinni AM 673 III 4to
sýnir hana í þessu hlutverki. Kórónan er til marks um drottningarstöðu hennar, hún er drottning heimsins.