Rómanskur stíll í lögbókinni AM 132 4to

Myndstafur í rómönskum stíl í lögbókarhandritinu AM 132 4to frá byrjun 15. aldar. Úthugsuð myndbygging hringformsins þar sem
öxina ber hæst, stílfærður hesturinn og kyrrstaða hans og mannanna eru þau einkenni myndarinnar sem tengja má við rómanska stílinn.