Upphafsstafur úr Staðarhólsbók Grágásar

Fagurlega litaður og flúraður upphafsstafur úr Staðarhólsbók Grágásar AM 334 fol. (47v) sem skrifuð var á síðari hluta 13. aldar,
rétt áður en að innihald bókarinnar, gömlu þjóðveldislögin féllu úr gildi. Nokkuð er um skreytta upphafsstafi á borð við þennan á
síðum bókarinnar en ekkert er um myndstafi í henni. Stíll upphafsstafsins er í ætt við rómanskan stíl.