Mynd af gati og hári

Á þessari spássíu eru enn leifar af hárum sem orðið hafa eftir við verkun skinnsins. Með smásjárrannsóknum er hægt að greina
mismunandi hársekki sem einkenna ólíkar tegundir skinna, eftir því hvort um er að ræða geitaskinn, sauðskinn eða kálfskinn. Þær
fáu athuganir sem gerðar hafa verið á íslensku bókfelli benda til þess að það sé yfirleitt unnið úr kálfskinnum.
Myndin er úr lögbókarhandritinu Belgdalsbók AM 347 fol.