Sauðfé í Heynesbók

Glaðlegt sauðfé af síðum Heynesbókar, AM 147 4to. Ef til vill var skinn af sauðfé og geitum síður notað í bókfell á norðlægum slóðum sökum þess að ullina mátti
nota til að halda hita á fólki í vetrarkuldum.