Margrétarsaga

Lítil bók með Margrétar sögu AM 431 12mo frá því um 1500 er skemmtilega myndskreytt með blekteikningum en annars var
sjaldgæft að litlar bækur væru skrauti hlaðnar. Skrifari bókarinnar hefur líklega verið Jón Arason, sonur Ara prests á Vestfjörðum
á fyrri hluta 16. aldar en bróðir hans Tómas og faðir þeirra Ari prestur Jónsson skrifuðu og skreyttu margar bækur með ýmsu efni,
m.a. feikiþykka rímnabók AM 604 4to.