Flateyjarbók

Á þessari síðu í Flateyjarbók GKS 1005 fol. hefur ekki verið lokið við verkið, eyðurnar ófylltar og því sést hvernig unnið var.
Auðu reitirnir tveir vinstra megin á síðunni sýna hvar gert var ráð fyrir upphafsstöfum en í svipaðri hæð á síðunni, lengra til hægri,
er skilið eftir pláss fyrir rauðar fyrirsagnir. Þessi hluti bókarinnar er síðari tíma viðbót, skrifaður um öld síðar en stærsti hluti bókarinnar
frá 14. öld, til að fylla betur inn í sögu Magnúsar góða og Haraldar harðráða.