Handrit sem skorið hefur verið af

Myndskreytt síða úr lögbókarhandritinu GKS 3269b 4to. Eins og sést hefur greinilega verið skorið neðan af blaðjöðrunum þannig
að hluti skreytinganna á spássíunum er horfinn. Ef til vill hafa blöð bókarinnar verið slitin á jöðrunum og hún snyrt til um leið og
bókband hennar var endurnýjað. Eins er mögulegt að blöð bókarinnar hafi verið skorin til samræmis við ný bókarspjöld, minni en
upprunalega voru utan um hana.