Viltu vita meira um kraftaverkasögur af skrifurum?


Kraftaverkasögur um skrifara

Sagan segir að „skriftarhendi" skrifara nokkurs í Wedinghausen hafi eins og fyrir kraftaverk varðveist að honum látnum en það sem eftir var líkamans rotnað. Það var einmitt eitt einkenni á heilögum mönnum og konum að líkamar þeirra rotnuðu ekki heldur ilmuðu eftir dauða þeirra og var það til marks um helgi þeirra. Svipuð saga er til af íslenska skrifaranum Jóni Þorlákssyni sem var svo mikilvirkur skrifari að eftir dauðann stirðnuðu þrír skriffingur hans aldrei.